Fréttir

Jólakveðja 2020


Við sendum öllum okkar bestu óskir um gleðirík jól og farsæld á komandi ári. Þökkum samveruna og samstarfið á árinu sem er að líða. Jólakveðja, starfsfólk Tröllaborgar.
Lesa meira

Jólafréttir


Tröllaborg er komin í jólabúning og ýmislegt gert í tilefni jólanna. Í næstu viku hvílum við hefðbundið hópastarf og höfum jólakósýheit í staðinn. Litlu jólin verða á sínum stað með jólamat og léttum jóladansleik en með breyttu sniði. Vegna Covid 19 sjáum við okkur ekki fært um að bjóða foreldrum/forráðamönnum á jólaballið líkt og árin á undan og vonum að þetta verði í eina skiptið sem sú staða kemur upp.
Lesa meira

Vegna nýrrar reglugerðar um takmarkanir á skólastarfi

Loksins hefur ný reglugerð fyrir skólastarf á tímum farsóttar litið dagsins ljós. Gildir hún frá 3. nóvember 2020 til 17. nóvember 2020. Nýja reglugerðin setur okkur örlítlar skorður á leikskólastarfið í Tröllaborg en á samt að tryggja sem minnst röskun á skólastarfi (óháð skólastigum). Hvaða áhrif hefur reglugerðin á starfið í Tröllaborg?
Lesa meira

Hertar sótvarnaaðgerðir og ný reglugerð um takmarkanir á skólastarfi

Kæru foreldrar/forráðamenn. Í ljósi nýrra og hertra sóttvarnaraðgerða sem taka gildi frá og með miðnætti til 17.11.2020 er hér frétt af vef heilbrigðisráðuneytisins:
Lesa meira

Hertar sóttvarnaaðgerðir í Tröllaborg

Kæru foreldrar/forráðamenn. Eftir að yfirmenn okkar sátu fund með fulltrúum Almannavarna í Skagafirði í gær, var ákveðið að þar sem ekki er hægt að tryggja 2 metra regluna í leikskólum, verða þeir sem koma með barnið eða sækja það að vera með andlitsgrímu. Athugið að aðeins eitt foreldri kemst fyrir í anddyri leikskólans (á við báðar starfsstöðvar) svo halda megi 2 metra reglunni. Gætum áfram vel að einstaklingsbundnum sóttvörnum og virðum 2 metra regluna.

Takmörkun á skólastarfi til 10. nóvember

Eins og hefur komið fram í fjölmiðlum hefur reglugerð um takmörkunum á skólastarfi vegna farsóttar verið uppfærð og gildir hún til 10. nóvember 2020.
Lesa meira

Neyðarstig almannavarna, áhrif í Tröllaborg


Sem kunnugt er hefur neyðarstig almannavarnda verið virkjað á ný vegna COVID 19. Gildir þetta til 19. október 2020 en aflétting eða framlenging verður endurmetin af stjórnvöldum. Í grunn-, leik- og tónlistarskólum sveitarfélagsins verður leitast við að halda áfram uppbyggilegu skólastarfi en hert á öllum vörnum og viðbúnaði gagnvart Covid-19 í samræmi gildandi takmarkanir í samkomubanni. Stöðugt skal minnt á eins metra regluna og persónulegar sóttvarnir. Hvaða áhrif hefur þetta á okkur í Tröllaborg?
Lesa meira

Framlenging takmörkunar á skólastarfi

Gildistími auglýsingar um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar hefur verið lengdur til og með 18. október 2020.
Lesa meira

Leikskóladagatal 2020-21

Leikskóladagatal fyrir 2020-2021 var samþykkt á fræðslunefndarfundi síðastliðnn fimmtudag með eftirfarandi breytingum:
Lesa meira

Sumarlokun


Leikskólinn lokar miðvikudaginn 1. júlí kl 12:00. Þá verða börnin búin að borða hádegismat. Opnað verður á ný að loknu sumarleyfi miðvikudaginn 5. ágúst kl 12:00. Ekki verður boðið upp á hádegismat fyrir börnin þann dag.
Lesa meira

Útskrift leikskólans


Í ár var útskrift leikskólans þann 29. maí síðastliðinn. Þá voru skólahópar á Hólum og Hofsósi útskrifaðir.
Lesa meira

Fyrsta skóflustungan að nýrri leikskólabyggingu á Hofsósi


Síðasta mánudag var fyrsta skóflustungan að nýrri leikskólabyggingu tekin á Hofsósi. Elstu börn leikskólans og leikskólastjórinn sáu um það.
Lesa meira

Aðgerðir til að stuðla að öryggi og viðhalda rekstri í heimsfaraldri

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur uppfært sína viðbragðsáætlun sem er að finna hér á heimasíðu sveitarfélagsins. Þessi viðbragðsáætlun á að þjóna þeim tilgangi að vera stjórnendum Sveitarfélagsins Skagafjarðar til stuðnings um það hvernig takast eigi á við afleiðingar neyðarástands sem kann að ógna lífi og heilsu almennings, umhverfi og/eða eignum.
Lesa meira

Svæði

Leikskólinn Tröllaborg  |  Sími: Hólar 453 5760/Hofsós 453 7333  |  Netfang: trollaborg@skagafjordur.is