Neyđarstig almannavarna, áhrif í Tröllaborg

Sem kunnugt er hefur neyđarstig almannavarnda veriđ virkjađ á ný vegna COVID 19. Gildir ţetta til 19. október 2020 en aflétting eđa framlenging verđur endurmetin af stjórnvöldum.  Í grunn-, leik- og tónlistarskólum sveitarfélagsins verđur leitast viđ ađ halda áfram uppbyggilegu skólastarfi en hert á öllum vörnum og viđbúnađi gagnvart Covid-19 í samrćmi gildandi takmarkanir í samkomubanni. Stöđugt skal minnt á eins metra regluna og persónulegar sóttvarnir.

 Hvađa áhrif hefur ţetta á okkur í Tröllaborg?

  • Höldum áfram ađ leggja áherslur á einstaklingsbundnar smitvarnir líkt og áđur (dugleg ađ ţvo vel hendur, spritta hendur ef ţörf krefur, hósta í handakrika o.ţ.h.).  Spritt er í anddyri leikskólans.
  • Foreldrar og ađstandendur skulu almennt ekki koma inn í leikskólabygginguna nema brýna nauđsyn beri til. Foreldrar eru beđnir um ađ stoppa sem styst inni í anddyri ţegar ţeir koma međ börnin sín og sćkja ţau í lok dags a.m.k. međan neyđarstig almannavarna er í gildi (a.m.k. til 19.10.2020).
  • Varđandi mötuneyti, ţá höldum viđ áfram ađ skammta börnunum mat á diskana og drykki í glösin.
  • Ţrifaplan helst óbreytt – ţrífa og sótthreinsa daglega snertifleti.
  • Óbreytt samstarf verđur á milli leik- og grunnskólans.
  • Veikindi – mćlst er til ađ ţeir sem eru međ hita eđa einkenni sem svipar til einkenna kórónaveirunnar (COVID 19) mćti ekki í leikskólann á međan neyđarstig almannavarna er í gangi.

 Ţrátt fyrir ađ neyđarstigi hafi veriđ virkjađ á ný eru breytingarnar mjög litlar á starfi leikskólans. Viđ erum vön ţví ađ lifa međ ţessum óvćtti og höldum áfram ađ vera varkár og huga ađ persónulegum sóttvörnum. Eina breytingin er í raun sú ađ forráđamenn ţurfa ađ halda áfram ađ vera snögg í anddyrinu ţegar börnin koma í leikskólann á morgnana og ţegar ţau eru sótt. Starfsfólk leikskólans tekur á móti börnunum og ađstođar ykkur eftir bestu getu.  

Ef viđ stöndum öll saman ţá ganga hlutirnir upp. Viđ erum öll frábćrt teymi saman!

 


Svćđi

Leikskólinn Tröllaborg  |  Sími: Hólar 453 5760/Hofsós 453 7333  |  Netfang: trollaborg@skagafjordur.is