Aðlögun

Að byrja í leikskóla er ný reynsla fyrir barnið og foreldra þess. Allt er framandi og ókunnugt, því er mikilvægt að vel sé staðið að aðlögun í upphafi. Hvernig tekst til í byrjun getur haft áhrif á alla leikskólagöngu barnsins.

Á meðan á aðlöguninni stendur er mikilvægt að foreldrar kynnist starfsfólki deildarinnar og því starfi sem fer fram í leikskólanum. Með því er lagður góður grunnur að framtíðinni. Markmiðið er að efla öryggiskennd og vellíðan barnsins og foreldra þess.

Foreldrar fá afhent sérstakt aðlögunarblað þar sem útskýrt er hvernig aðlögunin fer fram. Nauðsynlegt er að foreldrar gefi sér ávallt góðan tíma þegar þeir koma með barnið í leikskólann. Æskilegt er að foreldrar sæki börnin snemma fyrstu viku eftir aðlögun til þess að koma í veg fyrir að þau verði óörugg. Foreldrar geta alltaf hringt í leikskólann til þess að spyrja um börnin sín og eins munu kennarar hringja í foreldra ef þörf krefur.

Svæði

Leikskólinn Tröllaborg  |  Sími: Hólar 453 5760/Hofsós 453 7333  |  Netfang: trollaborg@skagafjordur.is