Hertar sótvarnaaðgerðir og ný reglugerð um takmarkanir á skólastarfi

Kæru foreldrar/forráðamenn.

Í ljósi nýrra og hertra sóttvarnaraðgerða sem taka gildi frá og með miðnætti til 17.11.2020 er hér frétt af vef heilbrigðisráðuneytisins: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/10/30/Hertar-sottvarnaradstafanir-fra-31.-oktober/ Í minnisblaði sóttvarnarlæknis segir að börn í leikskólum verði undanþegin tveggja metra reglunni og fjöldatakmörkunum og að íþróttastarf barna í leik- og grunnskólum verði ekki heimilt. Samkvæmt viðtali við mennta- og menningarmálaráðuneytið í dag verður ný reglugerð með frekari leiðbeiningum um útfærslu skólastarfs á leik- og grunnskólastigi tilbúin á sunnudag. Því bið ég ykkur því um að fylgjast vel með facebooksíðu og/eða heimasíðu Tröllaborgar en þar munu koma fram frekari útskýringar á því hvort og þá hvernig reglugerðin muni hafa áhrif á starf leikskólans.

Sjáumst á mánudag, höldum áfram að huga vel að persónulegum sóttvörnum,

eigið góða helgi

Jóhanna Sveinbjörg


Svæði

Leikskólinn Tröllaborg  |  Sími: Hólar 453 5760/Hofsós 453 7333  |  Netfang: trollaborg@skagafjordur.is