Fréttir

Vegna nýrrar reglugerðar um takmarkanir á skólastarfi

Loksins hefur ný reglugerð fyrir skólastarf á tímum farsóttar litið dagsins ljós. Gildir hún frá 3. nóvember 2020 til 17. nóvember 2020. Nýja reglugerðin setur okkur örlítlar skorður á leikskólastarfið í Tröllaborg en á samt að tryggja sem minnst röskun á skólastarfi (óháð skólastigum). Hvaða áhrif hefur reglugerðin á starfið í Tröllaborg?
Lesa meira

Hertar sótvarnaaðgerðir og ný reglugerð um takmarkanir á skólastarfi

Kæru foreldrar/forráðamenn. Í ljósi nýrra og hertra sóttvarnaraðgerða sem taka gildi frá og með miðnætti til 17.11.2020 er hér frétt af vef heilbrigðisráðuneytisins:
Lesa meira

Hertar sóttvarnaaðgerðir í Tröllaborg

Kæru foreldrar/forráðamenn. Eftir að yfirmenn okkar sátu fund með fulltrúum Almannavarna í Skagafirði í gær, var ákveðið að þar sem ekki er hægt að tryggja 2 metra regluna í leikskólum, verða þeir sem koma með barnið eða sækja það að vera með andlitsgrímu. Athugið að aðeins eitt foreldri kemst fyrir í anddyri leikskólans (á við báðar starfsstöðvar) svo halda megi 2 metra reglunni. Gætum áfram vel að einstaklingsbundnum sóttvörnum og virðum 2 metra regluna.

Svæði

Leikskólinn Tröllaborg  |  Sími: Hólar 453 5760/Hofsós 453 7333  |  Netfang: trollaborg@skagafjordur.is