Fréttir

Foreldrakönnun Skólapúlsins/Survey sent to parents

Annað hvert ár notar Tröllaborg kannanakerfið Skólapúlsinn til að fylgjast með og bæta innra starf leikskólans. Skólapúlsinn is a survey system that Tröllaborg has used in couple of years to monitor and improve the Tröllaborg‘s internal work/activities.
Lesa meira

Uppfærð reglugerð um sóttkví, einangrun og sýnatöku við landamærin

Búið er að uppfæra reglugerð um sóttkví og einangrun og sýnatöku við landamæri Íslands vegna Covid-19.
Lesa meira

Gleðilegt nýtt ár

Starfsfólk leikskólans óskar ykkur gleðilegs nýs árs með kærri þökk fyrir samstarfið á síðasta ári. Það er gleðilegt að segja frá því að samstarf milli leik- og grunnskólans má aftur fara af stað skv. nýrri reglugerð um takmarkanir á skólastarfi á tímum farsóttar. Nýja reglugerðin gildir til og með 28. febrúar 2021 og verður áfram grímuskylda hjá foreldrum/forráðamönnum þegar þeir koma með og sækja barn sitt/börn sín í leikskólann. Foreldrar/forráðamenn eru áfram beðnir um að skaldra stutt við í anddyri leikskólans því enn er í gildi að þær takmarkanir að foreldrar skuli almennt ekki koma inn í leikskólann nema brýna nauðsyn beri til. Aðrir sem koma í leikskólann m.a. vegna vöru- eða póstafhendinga sem og sérfræðingar stoðþjónustu, verða undantekningalaust að vera með andlitsgrímu. Þegar barn kemur í aðlögun, fylgir aðeins annað foreldrið barninu og þarf sama foreldrið að fylgja barninu allt aðlögunarferlið. Í aðlögun þarf foreldrið að vera með andlitsgrímu og því miður verður ekki hægt að bjóða því upp á að nota hreinlætis- né mataraðstöðu í leikskólanum á meðan aðlögun stendur yfir. Munum að hver og einn þarf áfram að gæta að einstaklingsbundnum sóttvörnum skv. leiðbeiningum Almannavarna og Embætti landlæknis. Það er von okkar að með hækkandi sól og björtum fyrirheitum um bóluefni muni dagleg rútína og samvistir komast í betra horf en nú hefur verið. Þangað til höldum við okkur við gildandi reglulgerðir, einstaklingsbundnar sóttvarnir og grímunotkun.

Svæði

Leikskólinn Tröllaborg  |  Sími: Hólar 453 5760/Hofsós 453 7333  |  Netfang: trollaborg@skagafjordur.is