Flýtilyklar
Fréttir
Gönguferð í Barnaborg
Í gær skruppum við niður í fjöru. Þar var margt skemmtilegt að skoða og fundum við fullt af dauðum marglyttum. Þegar við vorum búin að skoða okkur nóg um í fjörunni fórum hnoðuðumst við aðeins í brekkunni bak við vesturfarasetrið.
Afmæli í Barnaborg
Í morgun héldum við upp á afmælin þeirra Júlíusar Hlyns og Valþórs Mána. Þar sem veðrið var svo ótrúlega gott ákváðum við að færa veisluna út í garð. Þar nutu allir veðurblíðunnar og veitinganna.
Berjaferð í Barnaborg
Í Barnaborg skruppum við í berjaferð í dag. Fóru berin jafnt upp í munn sem ofan í dollu.