Fréttir

Jólakveðja 2019


Við sendum öllum okkar bestu óskir um gleðirík jól og farsæld á komandi ári. Þökkum samveruna og samstarfið á árinu sem er að líða. Jólakveðja, starfsfólk Tröllaborgar.
Lesa meira

Frídagar skólaárið 2019-20 fram að sumarfríi.

Samantekt á frídögum skólaárið 2019-20.
Lesa meira

Vegleg gjöf til allra leikskóla í Skagafirði

Bryndís Guðmundsdóttir talmeinafræðingur færði fræðslusviði Sveitarfélagsins Skagafjarðar gjöf til allra leikskóla í Skagafirði á dögunum. Var það námsefnið Lærum og leikum með hljóðin sem hlotið hefur ýmsar viðurkenningar. Leikskólinn Tröllaborg þakkar Bryndísi kærlega fyrir þessa frábæru gjöf.
Lesa meira

SUMARLOKUN FRÁ KL 12:00 FÖSTUDAG 28.JÚNÍ TIL KL 12:00 ÞRIÐJUDAG 6. ÁGÚST.

Föstudaginn 28. júní lokar leikskólinn kl 12:00. Þá verða börnin búin að borða hádegismat. Starfsfólk vinnur sinn tíma og nýtir restina af deginum til að ganga frá húsnæðinu fyrir hreingerningu og bónvinnu. Þriðjudaginn 6. ágúst opnar leikskólinn kl 12:00. Ekki verður boðið upp á hádegismat fyrir börnin þennan dag. Starfsfólk mætir á sínum tíma um morguninn og kemur húsnæðinu í stand svo allt sé á sínum stað þegar börnin koma.
Lesa meira

Laust starf við leikskólann Tröllaborg á Hofsósi

Leikskólinn Tröllaborg leitar eftir starfsmanni i 50% stöðu frá 1. september.
Lesa meira

Ný og endurbætt jafnréttisáætlun leikskóla í Skagafirði

Leikskólarnir í Skagafirði, Ársalir, Birkilundur og Tröllaborg hafa aukið og endurbætt jafnréttisáætlun sína. Áætlunin var send til jafnréttisstofu þar sem hún hlaut samþykki eða eins og stendur umsögninni “Jafnréttisstofa óskar skólunum til hamingju með virkilega vandaða og vel unna áætlun”.
Lesa meira

Leikskólinn Tröllaborg fékk höfðinglega gjöf frá Lionsklúbbnum Höfða á Hofsósi.

Í tilefni af því að 20 ár eru liðin frá því að leikskólahúsnæðið á Hólum var tekið í notkun gaf Lionsklúbburinn Höfði leikskólanum 200.000 kr. að gjöf sem skiptist milli deildanna á Hólum og Hofsósi.
Lesa meira

Mótun menntastefnu

Nú stendur yfir vinna við mótun nýrrar menntastefnu Skagafjarðar. Menntastefnan er unnin í samstarfi leik-, grunn- og Tónlistarskóla Skagafjarðar, Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og frístundar. Ákveðið hefur verið að bjóða til opinna íbúafunda um mótun menntastefnunnar til að fá viðhorf sem flestra inn í stefnumótunarvinnuna. Foreldrar nemenda á leik-, grunn- og framhaldsskólaaldri eru sérstaklega hvattir til þátttöku á fundunum. Fundirnir verða haldnir á þremur stöðum:
Lesa meira

Gleðilegt sumar


Starfsfólk Tröllaborgar óskar öllum gleðilegs sumars og þakkar samstarfið í vetur

Svæði

Leikskólinn Tröllaborg  |  Sími: Hólar 453 5760/Hofsós 453 7333  |  Netfang: trollaborg@skagafjordur.is