Um síðustu mánaðarmót flutti leikskólinn á Hofsósi í nýtt húsæði að Túngötu 10 en húsnæði leikskólans var óviðunandi vegna myglusvepps. Börnin una sér vel á nýjum stað og allt er klárt innanhúss. Utanhúss er verið að vinna í lóð leikskólans og styttist í að nýtt útileiksvæði líti dagsins ljós.