Á Íslandi hafa ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna tekið gildi.
Ný lög tryggja að börn og fjölskyldur þeirra falli ekki á milli kerfa og verði ekki send á eigin ábyrgð milli þjónustuaðila innan sveitarfélaga og ríkisstofnana.
Sjá nánar á farsaeldbarna.is
Öll börn eiga rétt á að fá þá þjónustu sem þau þurfa þegar á þarf að halda. Það getur verið flókið að fá aðstoð við hæfi og vita hvert eigi að leita eftir henni. Lögin eiga að tryggja að börn og foreldrar fái rétta aðstoð, á réttum tíma, frá réttum aðilum.
Tengiliðir farsældar í Tröllaborg:
- Ásrún Leósdóttir, Hofsósi
- Eyrún Berta Guðmundsdóttir, Hólum


