Flýtilyklar
Fréttir
Skógartröll á Hólum
Í morgun fóru börnin í útikennslustofu og skoðuðu fuglahúsin. Fuglarnir voru búnir með allt kornið og því settu börnin meira fóður í húsin. Síðan var fjallahringurinn skoðaður og rætt um nafnið á hverju fjalli. Í lokin var farið inn og fjallahringurinn búin til úr leir.
Þorrablót í Barnaborg
Í gær fögnuðum við Þorranum í leikskólanum með því að borða hákarl, harðfisk og annað góðmeti sem tilheyrir Þorranum. Þorramaturinn lagðist þó misvel í mannskapinn en allir fengu sér smakk.
Fréttir úr Hópastarfi á Hólum
Á föstudaginn var fórum við með börnin á fótboltavöllinn. þar vorum við að skjóta á markið og leika okkur með boltana sem við tókum með okkur. Einnig var rennt sér á svellinu sem var á vellinum. Á leiðinni í leikskólann var stoppað við hestasteininn og hann prófaður.