Á þriðjudaginn var fórum við í könnunarferð. Fyrsti stoppustaður var í leiktækjunum utan við á. Þar fórum við m.a. í búðarleik. Síðan gengum við niður í fjöru og hlupum um í brekkunni ofan við Vesturfarasetrið og rúlluðum okkur. Þar fundum við þessa líka fínu holu til að skýla okkur fyrir vindinum sem var frekar kaldur þennan dag.