Upplýsingar við leikskólabyrjun

Komið þið sæl foreldrar/forráðamenn barna í Tröllaborg

Ég vona að allir hafi haft það gott í sumarfríinu og notið veðurblíðunnar.

Leikskólinn opnar aftur eftir sumarfrí fimmtudaginn 5. ágúst kl. 12:00. Athugið að það er enginn hádegismatur þennan dag og því þurfa börnin að koma vel nærð í leikskólann. Þau fá svo miðdegishressingu á sínum tíma.

Við bjóðum nýja foreldra og ný börn velkomin í Tröllaborg.

Með fjölgun smita í samfélaginu þurfum við að halda áfram með eftirfarandi smitvarnir:

  • Foreldrar/forráðamenn þurfa vera með andlitsgrímu þegar þeir koma með börn og sækja í lok dags.
  • Gætum öll að 1 metra fjarlægðarmörkum og stoppum stutt við í fataklefanum.
  • Umgangur inn í leikskólabyggingarnar verður afar takmarkaður.
  • Foreldrar með barn í aðlögun; aðeins eitt foreldri tekur þátt í aðlöguninni og þarf sama foreldrið að fylgja barninu allt aðlögunarferlið. Foreldrið þarf að vera með andlitsgrímu allann tímann og því miður getum við ekki boðið foreldrum upp á að nýta matar- né salernisaðstöðu leikskólans.
  • Minni á mikilvægi persónulegra smitvarna (handþvottur, sprittun og andlitsgríma).

Starfsfólk Tröllaborgar hlakkar til að hitta ykkur og börnin ykkar aftur eftir gott sumarfrí. Við lítum björtum augum á haustið og veturinn og vonum að allt gangi í haginn.

Bestu kveðjur fyrir hönd Tröllaborgar,

Jóhanna Sveinbjörg.

IN ENGLISH:

Welcome parent of children in Tröllaborg

I hope everyone had a good summer vacation and enjoyed the good weather.

Tröllaborg reopens after the summer holidays on Thursday 5 August at 12:00. Please note that there is no lunch on this day and therefore the children need to be well nourished when they arrive. They will get a midday refreshment later that day, as usually.

We welcome new parents and new children to Tröllaborg.

With the increase in COVID-19 in Iceland, we need to continue with the following infection control measures:

  • Parents must wear face mask when bringing children and picking up at the end of the day.
  • Please make sure to observe a distance of 1 meter and stop briefly in the cloakroom.
  • Access to Tröllaborg's buildings will be very limited.
  • Parents with a child in adjustment: only one parent participates in the adjustment and the same parent must accompany the child through out the adjustment process. The parent has to wear a face mask at all time and unfortunately we can‘t offer parents the opportunity to use the Tröllaborg‘s kitchen and toilet facilitis.
  • Reminds of the importance of personal infection control (hand washing, face mask etc.).

The staff of Tröllaborg look forward to meeting you and your children again after a good summer holiday. We have a bright eye for autumn and winter and hope that everything goes well.

Best regards on behalf of Tröllaborg,

Jóhanna Sveinbjörg.

 


Svæði

Leikskólinn Tröllaborg  |  Sími: Hólar 453 5760/Hofsós 453 7333  |  Netfang: trollaborg@skagafjordur.is