Sameiginlegur haustfundur með foreldrum

Á sameiginlega haustfundinum fáum við Rakel Kemp uppeldis- og fjölskylduráðgjafa til okkar með skemmtilegt og fræðandi erindi. Eftir það skiptum við okkur eftir starfsstöðvum og eigum saman góða stund til að ræða veturinn framundan. Allir foreldrar fá sendan póst í vikunni með upplýsingum um dagskrá vetrarins og aðrar upplýsingar. Ég vil biðja ykkur um að fara vel yfir þær upplýsingar því á fundinum getum við rætt ef einhverjar spurningar eða vangaveltur vakna varðandi starfið. Eftir fundinn verður aðalfundur foreldrarfélags Tröllaborgar á Hofsósi/Barnaborgar og venjuleg aðalfundarstörf.

Dagskrá:

16:50: Mæting í Hlíðarhús, kaffi og meðlæti í boði leikskólans. Allir finna sér sæti og koma sér vel fyrir.

17:00-18:00: Rakel Kemp fræðir okkur um samskipti, foreldrahlutverk og setja mörk.

18:00-18:30: Foreldrar og starfsfólk á sitthvorri deildinni skipta sér upp og eiga saman notalega stund í umræðum um starf vetrarins. Önnur deildin verður á neðri hæð og hin á efri hæð Hlíðarhúss.

18:30-19:30: Aðalfundur foreldrafélags Barnaborgar. Á aðalfundi verður farið yfir skýrslu stjórnar og hún lögð fyrir fundinn til samþykktar, reikningar félagsins kynntir og lagðir til samþykktar, kosið í stjórn foreldrafélagsins og önnur mál. Foreldrafélag Barnaborgar óskar eftir foreldrum í stjórn.

Kl. 18.30 er dagskrá lokið hjá foreldrum í Brúsabæ. Aðalfundur foreldrafélags leik- og grunnskólans á Hólum var haldinn fyrr í haust.

Eins þurfum við að fá foreldra að sitja í foreldraráði Tröllaborgar og hefur hefðin verið sú að eitt foreldri frá Brúsabæ og eitt foreldri frá Barnaborg sitja í því. Ég óska því hér með eftir tilnefningum í foreldraráðið.


Svæði

Leikskólinn Tröllaborg  |  Sími: Hólar 453 5760/Hofsós 453 7333  |  Netfang: trollaborg@skagafjordur.is