Veðurstofa Íslands hefur uppfært veðurviðvaranirnar úr appelsínugulri í rauða fyrir Norðurland vestra frá kl 10:00-16:00 á morgun. ALLT skólahald í leik- og grunnskólum í Skagafirði fellur niður sem og frístund.
Aðgerðarstjórn Almannavarna (AST) á Norðurlandi vestra hefur verið virkjuð og mun starfa á meðan veðrið gengur yfir. Íbúar eru hvattir til að tryggja lausamuni og sýna aðgát á meðan veðrið gengur yfir.
Leikskólinn Tröllaborg á Hólum og á Hofsósi verður því LOKAÐUR á morgun, fimmtudaginn 6. febrúar 2025.
Opnum aftur á föstudag.