Leikskólar á Íslandi hljóta Orðsporið 2021

RannUng efndi til áhugaverðrar netráðstefnu í tilefni af Degi leikskólans, þar sem menntamálaráðheyrra tilkynnti um handhafa Orðsporsins 2021. Orðspor eru hvatningarverðlaun sem veitt eru þeim sem þykja hafa skarað fram úr í að efla orðspor leikskólastarfs í landinu og unnið hafa ötullega í þágu leikskólastarfs og leikskólabarna.

Það var mat valnefndar um Orðsporið að leikskólakennarar, stjórnendur og starfsfólk leikskólanna hafi sýnt ótrúlega elju og fagmennsku á tímum COVID-19. Leikskólarnir hafi unnið afar vel úr erfiðum aðstæðum með velferð og nám barna í algjöru fyrirrúmi. Þegar Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra tilkynnti verðlaunin sagði hún að leikskólastigi hefði staðið í ströngu undanfarið ár og mikið hefði mætt á kennurum, stjórnendum og öllu starfsfólki leikskólanna við að halda leikskólastarfi gangandi. Unnið hafi verið algjört þrekvirki á leikskólastiginu og fyrir það ber að þakka.

 

 


Svæði

Leikskólinn Tröllaborg  |  Sími: Hólar 453 5760/Hofsós 453 7333  |  Netfang: trollaborg@skagafjordur.is