Haustþing starfsfólks leikskóla 17. september 2021

Á Haustþingi gefst starfsfólki leikskóla á NV landi að hittast, ræða saman og fræðast um hin ýmsu málefni er snúa að leikskólastarfinu.

Líkt og áður er dagskráin vegleg og fær starfsfólk fræðslu og fyrirlestra um eftirfarandi þætti:

a) Fjölbreyttar kennsuaðferðir fyrir fjöruga krakka. Hlín Magnúsdóttir verður með fyrirlestur um málörvun og fjölbreyttar kennsluaðferðir.

b) Verndarar barna er fræðsla í forvörnum og viðbrögðum við kynferðisofbeldi á börnum. Markmiðið er að veita fullorðnu fólki öfluga fræðslu og markvissa þjálfun í að fyrirbyggja, þekkja og bregðast við kynferðisofbeldi af festu og ábyrgð.

c) Fjölmenning, Saga Stephensen ráðgjafi í fjölmenningu í leikskólum hjá Reykjarvíkurborg.

 


Svæði

Leikskólinn Tröllaborg  |  Sími: Hólar 453 5760/Hofsós 453 7333  |  Netfang: trollaborg@skagafjordur.is