Leikskólinn Tröllaborg og Grunnskólinn austan Vatna flagga Grćnfánanum í ţriđja sinn

Leikskólinn Tröllaborg og Grunnskólinn austan Vatna eru grćnfánaskólar og fengu Grćnfánann afhentan í ţriđja sinn 30. september síđastliđinn.

Grćnfáninn er alţjóđleg umhverfisviđurkenning. Verkefniđ nýtur virđingar víđa um heim sem tákn um árangursríka frćđslu og umhverfisstefnu í skólum. Nú eru rúmlega 50 ţúsund skólar sem taka ţátt í verkefninu „skólar á grćnni grein“ víđs vegar um heiminn. Í raun er ţetta stćrsta einstaka umhverfismenntarverkefni í skólum hér á landi og heiminum öllum.

Landvernd er fulltrúi aljóđlegu samtakanna hér á landi  og veitir Grćnfánann.

Nú eru skólar á grćnni grein á Íslandi orđnir 245 talsins á öllum skólastigum frá leikskóla til háskóla en í landinu eru um 500 skólar. Grćnfáninn er veittur til tveggja ára í senn og til ađ halda fánanum verđur verkefniđ ađ halda áfram og vera í stöđugri ţróun.

Verkefnin eru bćđi til kennslu í bekk og/eđa í hópi og til ađ bćta daglegan rekstur skóla. Ţau auka ţekkingu nemenda og starfsfólks og styrkja grunn ađ ţví ađ tekin sé ábyrg afstađa og innleiddar raunhćfar ađgerđir í umhverfismálum skóla.

Bćđi skólastigin hafa unniđ margskonar verkefni í tengslum viđ umhverfismennt, s.s rćktun á grćnmeti, kartöflurćkt og einnig hefur útikennslan orđiđ markvissari eftir ađ viđ byrjuđum í grćnfánaverkefninu.  Börnin föndra mikiđ úr endurvinnanlegu efni og búa til sinn eigin pappír. Á Hofsósi er flokkun á sorpúrgangi sem börnin eru ţáttakendur í en ekki hefur veriđ hćgt ađ sinna flokkun á Hólum ţar sem ekki eru komnir flokkunargámar ţangađ. Haldin er umhverfisdagur einu sinni á vetri og dagur náttúru er einnig í heiđri hafđur.

Haldnir eru fundir einu sinni í mánuđi ţar sem börnin fá frćđslu um umhverfismál, börnin fá ađ tjá sína skođun á hlutunum og markmiđ eru sett og fariđ yfir hvort veriđ sé ađ fylgja markmiđunum.


Svćđi

Leikskólinn Tröllaborg  |  Sími: Hólar 453 5760/Hofsós 453 7333  |  Netfang: trollaborg@skagafjordur.is