Foreldrafélag og foreldaráð - búið að kjósa fyrir skólaárið

Í ár var ákveðið að hafa sameiginlega haustsamveru með öllum foreldrum í Tröllaborg og reyna koma til móts við flesta með því að hafa hana nokkuð miðsvæðið. Hlíðarhús í Óslandshlíð varð fyrir valinu og vonum við að allir hafi átt notalega og skemmtilega stund saman. Ekki var annað að sjá en fólk kunni þessu vel og aldrei að vita nema við náum að gera þetta aftur síðar. 

Á haustsamveru náðist að manna í nýja stjórn hjá foreldrafélagi Barnaborgar og fá tvær öflugar í foreldraráð fyrir leikskólaárið 2023-2024.

Um leið og við þökkum fráfarandi stjórnum í foreldrafélögum á Hofsósi og Hólum í Hjaltadal sem og fulltrúum sem sátu í foreldraráði í fyrravetur KÆRLEGA fyrir vel unnin störf  - bjóðum við nýjar stjórnir velkomnar til starfa og nýja fulltrúa í foreldraráði sömuleiðis velkomna til starfa. Við hlökkum til að starfa með ykkur í vetur.

Á haustfundinum fór Rakel Kemp á kostum með fræðsluerindi um foreldrauppeldi, tilfinningar og að setja mörk. Það sem stóð hvað mest upp úr fyrirlesrinum var að tilfinningar eru eins og prump en þær þurfa að komast út en stundum koma þær út án þess að við verðum vör við það en stundum koma þær út með svo miklum látum að annað fólk þarf að yfirgefa rýmið. Ef við byrgjum þær inni, fer okkur að líða illa og því þarf að viðurkenna þær og hleypa þeim út. 

Kærar þakkir fyrir góða mætingu og vonandi höfðu allir gaman að. 

 


Svæði

Leikskólinn Tröllaborg  |  Sími: Hólar 453 5760/Hofsós 453 7333  |  Netfang: trollaborg@skagafjordur.is