Endurskoðun Menntastefnu Skagafjarðar hafin

Í vor samþykkti fræðslunefnd að hefja vinnu við endurskoðun menntastefnu Skagafjarðar frá árinu 2020. Fræðslunefnd hefur skipað stýrihóp um verkefnið og verkstjóri er ráðgjafi frá Ásgarði skólaráðgjöf. Stýrihópurinn ber ábyrgð á vinnu við endurskoðun menntastefnu Skagafjarðar með það að markmiði að ná breiðri samstöðu um stefnumótunina og skýra framtíðarsýn í mennta- og uppeldismálum sveitarfélagsins.

Stýrihópinn skipa:

  • Hrund Pétursdóttir, formaður fræðslunefndar
  • Steinunn Rósa Guðmundsdóttir, fulltrúi minnihluta fræðslunefndar
  • Jóhanna Sveinbjörg Traustadóttir, fulltrúi stjórnenda leikskóla
  • Trostan Agnarsson, fulltrúi stjórnenda grunnskóla
  • Nína Ýr Nielsen, fulltrúi fræðsluþjónustu

Helstu verkefni stýrihóps:

  • Greining og mat á framgangi menntastefnu frá 2020.
  • Móta nýja/endurskoðaða framtíðarsýn, stefnu og innleiðingaráætlun.
  • Forgangsraða aðgerðum við innleiðingu stefnunnar.
  • Víðtækt samráð við stjórnendur, starfsfólk, nemendur, foreldra, kjörna fulltrúa, aðra hagsmunaaðila og íbúa um mótun stefnunnar.

Áætlað er að ný stefna verði tilbúin til innleiðingar í upphafi árs 2026.

Frekari upplýsingar um verkefnið veitir Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson ráðgjafi í Ásgarði skólaráðgjöf með netfangið gunnthor@ais.is eða í síma 699-1303.

Með von um gott samstarf og góða þátttöku.

Stýrihópur um endurskoðun menntastefnu Skagafjarðar


Svæði

Leikskólinn Tröllaborg  |  Sími: Hólar 453 5760/Hofsós 453 7333  |  Netfang: trollaborg@skagafjordur.is