Dagur leikskólans

VIÐ BJÓÐUM GÓÐAN DAG - ALLA DAGA! eru einkunnarorð á degi leikskólans. Þann 6. febrúar árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara sín fyrstu samtök og hefur því þessi dagur orðið fyrir valinu til að vekja athygli á því starfi sem leikskólar vinna að. 

Í Barnaborg verður sett upp myndlistarsýning í kaupfélaginu á Hofsósi og mun hún standa yfir í nokkurn tíma. Við bjóðum alla velkomna á sýninguna á opnunartíma búðarinnar.

Í Brúsabæ ætla börnin að bjóða foreldrum, ömmum og öfum upp á heilsusnakk á degi leikskólans kl. 15.00-15.55 þennan dag. Heilsusnakkið útbúa þau sjálf. 

Verið velkomin á báða þessa viðburði!


Svæði

Leikskólinn Tröllaborg  |  Sími: Hólar 453 5760/Hofsós 453 7333  |  Netfang: trollaborg@skagafjordur.is