Aftur að takmörkunum á skólastarfi vegna Covid.

Enn eru í gildi takmarkanir á skólastarfi skv. reglugerð sem gildir til 2. febrúar 2022. Um miðnætti tóku hins vegar gildi breytingar á reglum um sóttkví og smitgát leik- og grunnskólabarna.

Áfram er grímuskylda þegar foreldrar koma með og sækja börn sín í leikskólann, koma í aðlögun eða eiga önnur erindi í leikskólann. Jafnframt gildir enn fjöldatakmarkanir og áhersla á persónulega sóttvarnir eru enn við lýði.

Það sem breyttist nú á miðnætti er að leik- og grunnskólabörn eru alveg undanþegin sóttkví og smitgát ef upp koma smit í leikskólanum. Börn þurfa aðeins að fara í sóttkví ef smit er inn á heimili þess.

Engin smitrakning á sér því stað í leikskólanum þó barn í leikskólanum eða nærumhverfinu veikist. Þeir sem greinast smitaðir þurfa að fara í einangrun í 7 daga skv. reglum og nauðsynlegt er að vera vakandi fyrir einkennum Covid og fara þá strax í sýnatöku.

Minnum á persónulegar sóttvarnir og grímuskyldu og vonum að þetta sé að verða síðustu mánuðirnir í þessu ástandi.

Kærar þakkir fyrir góðar undirtektir og einstakt jafnaðargeð gagnvart síbreytilegum takmörkunum.


Svæði

Leikskólinn Tröllaborg  |  Sími: Hólar 453 5760/Hofsós 453 7333  |  Netfang: trollaborg@skagafjordur.is