6. febrúar er dagur leikskólans

Sjötti febrúar er merkilegur dagur í sögu íslenska leikskólans en á þessum degi árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrst samtök sín. Til að halda upp á þennan merkisáfanga unnu börnin í Tröllaborg ýmis verkefni tengd tannvernd en fyrsta vika febrúar er einmitt tileinkuð tannvernd. Börnin fengu fræðslu um tannvernd, hollustu og óhollustu. Þau hafa rætt um tannvernd, teiknað, litað, gert tilraun og ýmislegt í þeim dúr. Í vikunni var þorramatur og sveif tilheyrandi lykt og bragð yfir vötnum. 

Innilegar hamingjuóskir með daginn leikskólar!


Svæði

Leikskólinn Tröllaborg  |  Sími: Hólar 453 5760/Hofsós 453 7333  |  Netfang: trollaborg@skagafjordur.is