Skýr og óskýr fyrirmæli

SKÝR fyrirmæli auka líkur á samstarfsvilja barnsins.

SKÝR fyrirmæli segja til hvers er ætlast,hvenær og hvernig

Góð samvinna kennara/foreldra og barna er geysilega mikilvæg hvort sem um uppeldi eða kennslu er að ræða og einhver mikilvægustu tækin í því að ná upp þeirri samvinnu er að gefa skýr fyrirmæli sem segja barninu nákvæmilega til hvers er ætlast af því og hvenær. Skýr fyrirmæli eru eins og hver önnur vinsamleg tilmæli eða beiðni. Þau eru stutt, einföld, hlýleg, jákvæð, ákveðin og þeim er auðvelt að fylgja. Mikilvægt er líka að sjá til þess að fylgja eftir fyrirmælum sínum.   Dæmi um skýr fyrirmæli: Settu hjólið í hjólagrindina þegar þú kemur heim úr skólanum. Óskýr fyrirmæli gætu hinsvegar hjómað eitthvað á þessa leið: Viltu hætta að skilja hjólið alltaf eftir fyrir framan tröppurnar.
Óskýr fyrirmæli eru oft óljósari, neikvæðari eða þau gefa barninu val um að hlýða ekki. Því eru minni líkur á að barnið geri eins og um er beðið.

 Til þess að fyrirmæli séu skýr er mikilvægt að:

 • mynda augnsamband
 • vera nákvæmur og ákveðinn
 • vera vingjarnlegur
 • halda athygli þess sem talað er við
 • vera kurteis
 • nota staðhæfingar
 • segja viðkomandi hvað hann eigi að gera
 • forððast rökræður
 • velja hentugan tíma til að gefa fyrirmæli
 • fylgja fyrirmælunum eftir

Óskýr fyrirmæli einkennast af:

 • fjarlægð
 • nöldri
 • orðgnótt - óljósum fyrirmælum
 • neikvæðum tilfinningum
 • ónógri athygli
 • ókurteisi
 • spurningum
 • sífelldum tilmælum um hvað eigi ekki að gera
 • hótunum og ögrunum
 • fyrirmælum ekki fylgt eftir 

Svæði

Leikskólinn Tröllaborg  |  551 Sauðárkrókur  |  Sími 453 5760  |  Netfang: brusabaer@skagafjordur.is