SMT-skólafærni

SMT-skólafærni (hafnfirsk útfærsla á bandarísku aðferðinni Postive Behavior Support / PBS) er innleitt í skólasamfélagið til að fyrirbyggja, draga úr og stöðva hegðunarfrávik og skapa þannig jákvætt andrúmsloft. Um er að ræða aðferð hliðstæða PMT sem grundvölluð er á sömu hugmyndafræði. Ólíkum hópum nemenda er mætt með samræmdum viðbrögðum alls starfsfólks þar sem áhersla er á að gefa jákvæðri hegðun gaum og að nálgast nemendur með jákvæðum hætti. 

Hvað er SMT?
  • Verkfæri notað til að styrkja  jákvæða hegðun í skólum
  • Upprunnið í Oregon USA
Af hverju?
  • Samræma reglur í skólanum 
  • Kenna æskilega hegðun
  • Samræma viðbrögð starfsfólks

SMT-skólafærni           

Markmið SMT-skólafærni er að skapa gott  andrúmsloft í skólum og tryggja öryggi og velferð nemenda og starfsfólks. Lögð  er áhersla á að koma í veg fyrir og draga úr óæskilegri hegðun nemenda með því  að kenna og þjálfa félagsfærni, gefa jákvæðri hegðun gaum með markvissum hætti  og samræma viðbrögð starfsfólks gagnvart nemendum sem sýna óæskilega hegðun. Þessi nálgun byggir á margra ára rannsóknum sérfræðinga, í Oregon í  Bandaríkjunum, og er framkvæmd í samráði við þá. SMT-skólafærni byggir á hugmyndafræði  PMT-FORELDRAFÆRNI og er framkvæmd undir merkjum þeirrar þjónustueiningar, sem  verið hefur leiðandi hér á landi í notkun og útbreiðslu PMT verkfæra til  uppalenda. PMT (Parent Management Training) verkfærin eru vel rannsökuð af færustu sérfræðingum, notkun þeirra stuðlar að góðri aðlögun barna og þau  eru því afar mikilvæg hjálpartæki. Foreldrum býðst að tileinka sér PMT- foreldrafærni jafnframt því sem skólasamfélagið á möguleika á innleiðingu SMT-skólafærni.

Svæði

Leikskólinn Tröllaborg  |  551 Sauðárkrókur  |  Sími 453 5760  |  Netfang: brusabaer@skagafjordur.is