Fréttir

Leikskólinn Tröllaborg og Grunnskólinn austan Vatna flagga Grænfánanum í þriðja sinn


Leikskólinn Tröllaborg og Grunnskólinn austan Vatna eru grænfánaskólar og fengu Grænfánann afhentan í þriðja sinn 30. september síðastliðinn.
Lesa meira

Afmælisveisla í Barnaborg


Síðasta miðvikudag var afmælisveisla mánaðarins í Barnaborg. Afmælisbarn mánaðarins var Dagmar Helga og óskum við henni til hamingju með afmælið.
Lesa meira

Haustþing leikskólakennara

Haustþing leikskólakennara verður föstudaginn 3. október og er leikskólinn lokaður þann dag.
Lesa meira

Sulludagur SMT umbun í Brúsabæ


Lesa meira

Útikennsla í Brúsabæ 23. september

Við fórum á leynistaðinn okkar og tókum eftir því að hann hefur breyst verulega á einni viku. Laufblöðin eru orðin gul og brún. Við reyndum síðan að upplifa umhverfi okkar með því að binda fyrir augu: lykta, hlusta og þreifa. Eldri börnin tálguðu spýtu í lok tímans til að baka brauð á. Grunnskólabörnin komu síðan í skóginn og saman grilluðum við brauð á priki.
Lesa meira

Yoga í Brúsabæ

Unnið var með yogastöður, öndunaræfingar og slökun á föstudaginn 19. september
Lesa meira

Íþróttir og umbunarveisla í Barnaborg

Fyrsti íþróttatími vetrarins var í dag og sprikluðum við eins og sannir íþróttaálfar. Einnig var fyrsta umbunarveisla vetrarins sem að þessu sinni var dótadagur.

Hópastarf í Barnaborg

Nú er hópastarfið hafið í Barnaborg. Í hópastarfinu er börnunum skipt í hópa eftir aldri og ýmsilegt skemmtilegt gert. Í gær leirðuðu til dæmis stelpurnar í skólahópnum nafnið sitt.
Lesa meira

Útikennsla í Brúsabær


Börnin í Brúsabær fóru í skóginn til að finna leynistað. Við ætlum að fylgjast með breytingum staðarins í vetur. Síðan fundum við fullt af mismunandi sveppum sem við reyndum að skilgreina með sveppabók sem við tókum með okkur í ferðina.
Lesa meira

Gönguferð í Barnaborg


Í gær skruppum við niður í fjöru. Þar var margt skemmtilegt að skoða og fundum við fullt af dauðum marglyttum. Þegar við vorum búin að skoða okkur nóg um í fjörunni fórum hnoðuðumst við aðeins í brekkunni bak við vesturfarasetrið.

Svæði

Leikskólinn Tröllaborg  |  Sími: Hólar 453 5760/Hofsós 453 7333  |  Netfang: trollaborg@skagafjordur.is