Fréttir

Foreldraverðlaun Heimilis og skóla

Tröllaborg og Grunnskólinn austan-Vatna eru tilnefnd til foreldraverðlauna Heimilis og skóla 2014. Tilnefningin er vegna bæklings sem nemendur hafa verið að vinna og er fyrir ferðamenn. Allir sem eru tilnefndir fá viðurkenningu.

Starfsdagur - Lokað

Föstudaginn 2. maí er starfsdagur í leikskólanum og er leikskólinn lokaður þann dag.

Bæklingurinn okkar kynntur á N4

Þetta er bæklingur sem nemendur leik- og grunnskólans hafa unnið saman í vetur. Bæklingurinn er ætlaður ferðamönnum og er um áhugaverða staði austan Vatna séð með augum barnanna. Hér má sjá kynninguna:
Lesa meira

Umhverfisdagur á Hólum

Á föstudaginn 25.april var umhverfisdagur á Hólum og komu gestir og gangandi til að skoða ýmis verkefni, sem nemendur leik- og grunnskólans á Hólum voru að vinna í vetur. 5ára börnin ásamt nemendum í 2.bekk bökuðu vöfflur úr hafragrautsafgöngum og mjólk sem var komin fram yfir síðasta söludag. Það var gert til að vekja athygli á því að óþarfi er að henda matvælum sem eru útrunnin því oft eru þau ennþá nothæf í matargerð.
Lesa meira

Sæluvikuleiksýning

Í tilefni af Sæluviku verður leiksýning í Tröllaborg á Hólum í dag mánudag 28. apríl kl. 14:00. Leikfélag Akureyrar sýnir stutt leikrit sem heitir „Skemmtilegt er myrkrið“ og er fyrir eldri nemendur leikskólans.

Dagur umhverfisins - Opið hús

Í tilefni af Degi umhverfisins þann 25.4 verður opið hús í leikskólanum Tröllaborg. Í Barnaborg, Hofsósi verður opið hús frá 10:30 - 11:30. Í Brúsabæ, Hólum verður opið hús frá 10:00 - 12:00 í samvinnu við Grunnskólann á staðnum.

Páskaeggjaleit í Barnaborg

Í dag fór fram leitin mikla í Barnaborg er börnin leytuðu að páskaglaðningi sínum. Glaðningurinn sem var vínber og súkkulaðirúsínur vakti mikla lukku.

Heimsókn í þemaviku


Þær Þórey í Keflavík og Ella á Hofsstöðum komu og heimsóttu okkur á þriðjudaginn með rokka.
Lesa meira

Foreldrakönnun

Ágætu foreldrar/forsjáraðilar Dagana 7.-11. apríl (mánud.-föstud.) verður opin foreldrakönnun í leikskólum Skagafjarðar. Mikilvægt er að fá góða svörun til að fá rétta mynd af viðhorfum ykkar til skólastarfsins. Þið fáið lykilorð og aðgang að tölvu í leikskólanum. Svara þarf 1 könnun fyrir hvert barn. Það er okkur mikils virði að þið gefið ykkur tíma til þess að svara könnuninni hjá okkur, t.d. þegar þið komið með barnið eða sækið það. Vinsamlegast hafið samband við leikskólastjóra ef þið hafið ekki tækifæri til að svara könnuninni í leikskólanum.

Dansnámskeið í Barnaborg

Nú stendur yfir seinni hluti dansnámskeiðs vetrarins. Námskeiðinu líkur síðan með danssýningu kl 15:30 á fimmtudaginn (3.4.) í Höfðaborg.

Pappírsgerð í Barnaborg


Í gær bjuggum við til pappír. Allir fengu að prófa og skemmtu sér vel.
Lesa meira

Danskennsla byrjar í Brúsabæ

Dansinn byrjaði í dag eftir hádegi og tóku öll börnin virkan þátt í kennslunni.
Lesa meira

Svæði

Leikskólinn Tröllaborg  |  Sími: Hólar 453 5760/Hofsós 453 7333  |  Netfang: trollaborg@skagafjordur.is