Foreldrafundir

Foreldrafundir Tröllaborgar verða þriðjudaginn 3. október á Hólum og miðvikudaginn 4. október á Hofsósi (í húsnæði grunnskólans).

 Dagskrá fundanna er:

  • Inga Huld Þórðardóttir talmeinafræðingur fjallar um þjálfun hljóðkerfisvitundar og framburðarþróun í tali leikskólabarna.
  • Selma Barðdal uppeldisráðgjafi fjallar um svefnþörf barna.
  • Sigurlaug Rún Brynleifsdóttir grunnskólakennari kynnir Lestrarstefnu Skagafjarðar og ræðir um mikilvægi þess að lesa fyrir börn.
  • Í lokin verður kynning á starfi vetrarins.

Á Hofsósi verður aðalfundur foreldrafélagsins í beinu framhaldi af fundi leikskólans.

Vonumst til að sjá sem flesta!

Starfsfólk Tröllaborgar

 


Svæði

Leikskólinn Tröllaborg  |  Sími: Hólar 453 5760/Hofsós 453 7333  |  Netfang: trollaborg@skagafjordur.is